Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 19:32 Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira