Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Hollandi og Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016. Engin breyting er á hópnum frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum á Laugardalsvelli í júní.
Okkar menn koma saman í Hollandi seint á sunnudag og mánudag en fyrsta æfing verður í Amsterdam síðdegis á mánudaginn. Leikurinn gegn Hollandi fer svo fram á Amsterdam Arena fimmtudagskvöldið 3. september. Hópurinn heldur svo til Íslands þar sem Kasakstan verður andstæðingurinn á Laugardalsvelli sunnudaginn 6. september.
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 25 mörk, er á sínum stað í hópnum. Hann er einnig leikjahæstur þeirra sem skipa hópinn með 79 landsleiki.
Hópurinn er þannig skipaður
Markverðir:
Ögmundur Kristinsson - Hammarby
Hannes Þór Halldórsson - NEC Nijmegen
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðabliki
Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason - OB
Kristinn Jónsson - Breiðabliki
Sölvi Geir Ottesen - Jiangsu Sainty
Ragnar Sigurðsson - Krasnodar
Hallgrímur Jónasson - OB
Kári Árnason - Malmö
Birkir Már Sævarsson - Hammarby
Theódór Elmar Bjarnason - AGF
Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen -Shijiazhuang Ever Bright
Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Birkir Bjarnason - Basel
Jóhann Berg Guðmundsson - Charlton
Rúrik Gíslason - FC Nürnberg
Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea
Rúnar Már Sigurjónsson - Sundsvall
Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson - Nantes
Alfreð Finnbogason - Olympiacos
Jón Daði Böðvarsson - Viking
Viðar Örn Kjartansson - Jiangsu Sainty
