Golf

Axel stigameistari karla á Eimskipsmótaröðinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili varð í dag stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir að hafa lent í 15. sæti á lokamóti mótaraðarinnar á Urriðavelli í dag.

Axel lék á fjórtán höggum yfir pari í dag eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringi mótsins í gær á tveimur höggum yfir pari og lauk hann því leik á sextán höggum yfir pari.

Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, átti möguleika á að taka toppsætið af Axeli en hann náði sér líkt og Axel ekki á strik á mótinu.

Lék hann þó ágætt golf í dag en hann var á fjórum höggum yfir pari en hann lauk leik á alls 21 höggi yfir pari.

Er það því tvöfaldur sigur hjá Golfklúbbnum Keili en fyrr í dag varð Tinna Jóhannesdóttir stigameistari í flokki kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×