Leikur ÍBV og KR verður þrátt fyrir allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en leiknum var líkt og frægt er frestað í gær.
Var um sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sport að ræða en leiknum var frestað vegna þess að KR-ingar komust ekki til Eyja vegna veðurs. Gat flugvél liðsins ekki lent í Vestmannaeyjum vegna þoku.
Verður flautað til leiks klukkan 18.00 á Hásteinsvelli og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
ÍBV - KR verður í beinni útsendingu í kvöld

Tengdar fréttir

Ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta
Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær.

Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins
Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV?
Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum.