Það á ekki af leikstjórnanda Washington Redskins, Robert Griffin III, að ganga.
Hann fékk heilahristing í nótt er hans lið spilaði æfingaleik gegn Detroit Lions.
Griffin III, eða RG3, hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og margir töldu þetta ár vera hans síðasta til þess að sanna sig með liðinu.
Það hjálpaði ekki RG3 að sóknarlínan hans brást honum illa í gær og hleypti öllu í gegn. Hann fékk því miklar barsmíðar sem enduðu með því að hann fékk heilahristing.
Óvíst er hvenær hann snýr aftur vegna meiðslanna.
RG3 fékk heilahristing

Mest lesið



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn