Í Pepsi-mörkunum í gær mátti sjá að í vítaspyrnudóminum umdeilda í leik Víkings og Leiknis var komið við Dofra Snorrason áður en boltanum er sparkað af velli.
Þrátt fyrir það voru spekingar Pepsi-markanna ekki vissir um hvort rétt hafi verið að dæma vítið sem kostaði Leikni tvö stig.
„Við fyrstu sýn er þetta alls ekki víti. Það er snerting en er þetta nógu mikil snerting," spyr Hjörtur Hjartarson.
„Hann klárlega sparkar aðeins framan á legginn á honum áður en hann fer í boltann. Við erum samt að sjá þetta í endursýningu svona 10 þúsund sinnum. Ég er samt ekki alveg viss," segir Arnar Gunnlaugsson.
„Mér finnst þetta ódýrt víti þar sem sjónarhorn dómarans er þess eðlis að það sé verið að sparka boltanum beint út af. Þá er auðvelt að dæma hornspyrnu. Dofri var með smá leikræna tilburði eftir á," bætir Arnar við.
Atvikið og umræðuna má sjá hér að ofan.
Var þetta svo víti eftir allt saman í Víkinni?
Tengdar fréttir

Það var sparkað í mig
Víkingurinn Dofri Snorrason segist ekki hafa verið með leikaraskap gegn Leikni.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig
Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni
Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“

Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður
"Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis.

Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd
Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld.