Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. ágúst 2015 21:38 Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði yfir til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Ísland í dag hitti Nouri fyrr í dag til að fá hans frásögn á ferðalaginu sem þúsundir flóttamanna hafa farið undanfarin ár. Horfði á vin sinn deyja „Ég fór til Tyrklands yfir fjöllin, ólöglega, því ég hafði ekkert vegabréf eða nein önnur skjöl,“ segir Navid um upphaf flóttans frá Íran. „Ég missti einn af vinum mínum þar. „Við vorum svo þyrstir. Við fundum litla á og byrjuðum að drekka vatnið. Og allt í einu byrjuðu íranskir landamæraverðir að skjóta á okkur. Ég sá þegar kúlurnar fóru í gegnum vatnið. Við hlupum burt og fórum á bak við klett. Við földum okkur á bak við klettinn. Þeir skutu vin minn, sem var aðeins tvítugur, þeir skutu hann í hálsinn. Hann dó þarna. Honum blæddi út,“ segir hann um ferðalagið yfir fjöllin. „Og margt annað fólk dó á hverjum degi. En ég hafði engu að tapa. Ef ég hefði verið um kyrrt í Íran hefði ég dáið hægt. Ef ég yrði skotinn og dæi uppi í fjöllunum, eða drukknaði í sjónum á milli Tyrklands og Grikklands yrði það allt eins. Ég myndi deyja hvort sem er.“ Navid komst sjálfur óhlutur yfir landamærin til Tyrklands þar sem smyglarar komu honum til Instanbúl og síðar niður að Miðjarðarhafinu. Hann segir að smyglararnir séu ekki þeir sem flóttamenn eins og hann eigi að óttast. Óttast lögregluna en ekki smyglara „Smyglararnir eru ekki vandamálið í þessum ferðum. Þeir gera sitt besta til að koma manni lifandi til Grikklands. Annars fá þeir ekki borgað. Svo maður er peningarnir þeirra,“ segir hann. „En lögreglan er vandamál. Maður verður að vera hræddur við lögregluna. Því hún skýtur fólk. Hún drekkir fólki í sjónum.“ Alla ferðina vofði ógnin um lögregluna og yfirvöld yfir Navid og þeim sem fóru sömu leið. Meðal þeirra sem hann kynntist á ferðinni var fjölskylda sem var á leið frá Tyrklandi til Grikklands; eins og hann sjálfur. „Viku áður en við fórum til Grikklands var fjölskylduhópur sem vildi fara á undan okkur. Og við leyfðum þeim að fara því veðrið var svo gott sjórinn var svo sléttur. Þegar við komum til Mitilini á Grikklandi komst ég að því að ekkert þeirra hafði náð til Grikklands. Þau drukknuðu öll í sjónum,“ segir hann sorgmæddur. Í tuttugu manna báti með 34 öðrum Navid vissi þó ekki um örlög fjölskyldunnar þegar hann lagði sjálfur af stað í sjóferðina ásamt 34 öðrum flóttamönnum. „Báturinn var aðeins fyrir tuttugu manns en við vorum 35. Það var svo mikill troðningur og þetta var líka hættulegt,“ segir hann. „Við fórum í bátinn og þegar við vorum komin um 200 metra frá landi stöðvaðist vélin í bátnum. Og við reyndum að gera við hana. Hún komst í gang og við vorum komin út á mitt haf þegar vélin bilaði aftur,“ segir hann. „Þetta var svo skelfilegt að fólk fór yfir um, það var svo örvæntingarfullt. Sumir fóru að gráta. Það var niðamyrkur, því við þurftum að bíða myrkurs svo lögreglan næði okkur ekki,“ segir hann. Enginn um borð mátti vera með ljóstýru vegna óttans um að yfirvöld myndu koma auga á bátinn. Það var því svarta myrkur þar sem báturinn lá vélarvana á miðju Miðjarðarhafinu. „Einhvern veginn tókst okkur að gera við mótorinn og við komum að ströndinni. Bátnum hvolfdi og við lentum öll í sjónum. Það voru svona 200 metrar í land en það tók okkur klukkutíma að komast á þurrt.“ Ferðinni ekki lokið í Grikklandi Þegar hann fór frá Grikklandi á fölsuðum vegabréfum fór hann á flakk um Evrópu í leit að stað til að vera á. Hann hraktist af einum stað á annan en þar sem hann var fyrst skráður í opinbera gagnagrunna í Hollandi gátu öll önd vísað honum þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það gerðist í Frakklandi, Finnlandi og víðar. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. Þar lýsir hann ástandinu sem svo að hafa lifað í stöðugum ótta um að vera sendur úr landi með engum fyrirvara. Í dag er hann þó búinn að fá hæli á Íslandi og býr og starfar eins og hver annar innfæddur Íslendingur. Horfði á eftir vinum Navid segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann ákvað að flýja vonlaust líf í Íran, þrátt fyrir áhætturnar sem fylgdu. Hann horfði þó ekki bara á eftir vinum sínum á leiðinni til Evrópu heldur hefur hann líka misst vini sem reynt hafa að flýja síðan. Meðal annars fjölskylda sem drukknaði í Svartahafinu. „Einn vinur minn fór með fjölskyldu sinni, eiginkonu og fimm ára dóttur. Þau drukknuðu í sjónum, í Svartahafi. Það voru 24 sem dóu í þessu…“ segir Navid. „Ef maður ákveður að fara eru alltaf helmnings líkur. Kannski kemst maður alla leið, kannski ekki, kannski deyr maður.“ „Svona er þetta. Eins og þetta fólk sem kemur frá Sýrlandi, það er ekkert eftir fyrir það. Það hefur engu að tapa. Þess vegna ákveður það að koma til Grikklands með bát,“ segir hann. „Margir deyja í sjónum á hverjum degi. En þetta er eini kosturinn sem það hefur.“ Ísland í dag Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði yfir til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Ísland í dag hitti Nouri fyrr í dag til að fá hans frásögn á ferðalaginu sem þúsundir flóttamanna hafa farið undanfarin ár. Horfði á vin sinn deyja „Ég fór til Tyrklands yfir fjöllin, ólöglega, því ég hafði ekkert vegabréf eða nein önnur skjöl,“ segir Navid um upphaf flóttans frá Íran. „Ég missti einn af vinum mínum þar. „Við vorum svo þyrstir. Við fundum litla á og byrjuðum að drekka vatnið. Og allt í einu byrjuðu íranskir landamæraverðir að skjóta á okkur. Ég sá þegar kúlurnar fóru í gegnum vatnið. Við hlupum burt og fórum á bak við klett. Við földum okkur á bak við klettinn. Þeir skutu vin minn, sem var aðeins tvítugur, þeir skutu hann í hálsinn. Hann dó þarna. Honum blæddi út,“ segir hann um ferðalagið yfir fjöllin. „Og margt annað fólk dó á hverjum degi. En ég hafði engu að tapa. Ef ég hefði verið um kyrrt í Íran hefði ég dáið hægt. Ef ég yrði skotinn og dæi uppi í fjöllunum, eða drukknaði í sjónum á milli Tyrklands og Grikklands yrði það allt eins. Ég myndi deyja hvort sem er.“ Navid komst sjálfur óhlutur yfir landamærin til Tyrklands þar sem smyglarar komu honum til Instanbúl og síðar niður að Miðjarðarhafinu. Hann segir að smyglararnir séu ekki þeir sem flóttamenn eins og hann eigi að óttast. Óttast lögregluna en ekki smyglara „Smyglararnir eru ekki vandamálið í þessum ferðum. Þeir gera sitt besta til að koma manni lifandi til Grikklands. Annars fá þeir ekki borgað. Svo maður er peningarnir þeirra,“ segir hann. „En lögreglan er vandamál. Maður verður að vera hræddur við lögregluna. Því hún skýtur fólk. Hún drekkir fólki í sjónum.“ Alla ferðina vofði ógnin um lögregluna og yfirvöld yfir Navid og þeim sem fóru sömu leið. Meðal þeirra sem hann kynntist á ferðinni var fjölskylda sem var á leið frá Tyrklandi til Grikklands; eins og hann sjálfur. „Viku áður en við fórum til Grikklands var fjölskylduhópur sem vildi fara á undan okkur. Og við leyfðum þeim að fara því veðrið var svo gott sjórinn var svo sléttur. Þegar við komum til Mitilini á Grikklandi komst ég að því að ekkert þeirra hafði náð til Grikklands. Þau drukknuðu öll í sjónum,“ segir hann sorgmæddur. Í tuttugu manna báti með 34 öðrum Navid vissi þó ekki um örlög fjölskyldunnar þegar hann lagði sjálfur af stað í sjóferðina ásamt 34 öðrum flóttamönnum. „Báturinn var aðeins fyrir tuttugu manns en við vorum 35. Það var svo mikill troðningur og þetta var líka hættulegt,“ segir hann. „Við fórum í bátinn og þegar við vorum komin um 200 metra frá landi stöðvaðist vélin í bátnum. Og við reyndum að gera við hana. Hún komst í gang og við vorum komin út á mitt haf þegar vélin bilaði aftur,“ segir hann. „Þetta var svo skelfilegt að fólk fór yfir um, það var svo örvæntingarfullt. Sumir fóru að gráta. Það var niðamyrkur, því við þurftum að bíða myrkurs svo lögreglan næði okkur ekki,“ segir hann. Enginn um borð mátti vera með ljóstýru vegna óttans um að yfirvöld myndu koma auga á bátinn. Það var því svarta myrkur þar sem báturinn lá vélarvana á miðju Miðjarðarhafinu. „Einhvern veginn tókst okkur að gera við mótorinn og við komum að ströndinni. Bátnum hvolfdi og við lentum öll í sjónum. Það voru svona 200 metrar í land en það tók okkur klukkutíma að komast á þurrt.“ Ferðinni ekki lokið í Grikklandi Þegar hann fór frá Grikklandi á fölsuðum vegabréfum fór hann á flakk um Evrópu í leit að stað til að vera á. Hann hraktist af einum stað á annan en þar sem hann var fyrst skráður í opinbera gagnagrunna í Hollandi gátu öll önd vísað honum þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það gerðist í Frakklandi, Finnlandi og víðar. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. Þar lýsir hann ástandinu sem svo að hafa lifað í stöðugum ótta um að vera sendur úr landi með engum fyrirvara. Í dag er hann þó búinn að fá hæli á Íslandi og býr og starfar eins og hver annar innfæddur Íslendingur. Horfði á eftir vinum Navid segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann ákvað að flýja vonlaust líf í Íran, þrátt fyrir áhætturnar sem fylgdu. Hann horfði þó ekki bara á eftir vinum sínum á leiðinni til Evrópu heldur hefur hann líka misst vini sem reynt hafa að flýja síðan. Meðal annars fjölskylda sem drukknaði í Svartahafinu. „Einn vinur minn fór með fjölskyldu sinni, eiginkonu og fimm ára dóttur. Þau drukknuðu í sjónum, í Svartahafi. Það voru 24 sem dóu í þessu…“ segir Navid. „Ef maður ákveður að fara eru alltaf helmnings líkur. Kannski kemst maður alla leið, kannski ekki, kannski deyr maður.“ „Svona er þetta. Eins og þetta fólk sem kemur frá Sýrlandi, það er ekkert eftir fyrir það. Það hefur engu að tapa. Þess vegna ákveður það að koma til Grikklands með bát,“ segir hann. „Margir deyja í sjónum á hverjum degi. En þetta er eini kosturinn sem það hefur.“
Ísland í dag Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira