Golf

Magnaður Jason Day sigraði á Barclays

Jason Day fagnar ásamt eiginkonu sinni í kvöld.
Jason Day fagnar ásamt eiginkonu sinni í kvöld. Getty
Jason Day sigraði í sínu öðru atvinnugolfmóti í röð í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Barclays meistaramótinu sem fram fór á Plainfield vellinum.

Day, sem er nýkrýndur PGA-meistari, var með eins högga forystu fyrir lokahringinn sem hann lék óaðfinnanlega, á 62 höggum eða á átta undir pari.

Hann sigraði því mótið með töluverðum yfirburðum á samtals 19 höggum undir pari en Svíinn Henrik Stenson endaði einn í öðru sæti á 13 höggum undir pari.

Sigurinn í kvöld skýtur Jason Day upp í efsta sætið á FedEx stigalista PGA-mótaraðarinnar en Jordan Spieth, sem náði ekki niðurskurðinum um helgina, féll niður í annað sætið.

Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem hefst í næstu viku en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar þátttökurétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×