Ætla sér að færa valdið til almennings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. ágúst 2015 07:45 Lýðræðismál voru í brennidepli á Aðalfundi Pírata sem fór fram í Iðnó um helgina. Fundarmenn hafa í raun sinnt málefnastarfinu í nokkurn tíma en öll málefnavinna fór fram á vef Pírata. Þannig gátu fleiri en bara fundargestir mótað stefnu flokksins. vísir/stefán „Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira