Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 20:39 Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent