Framlög til forsetaembættisins munu nema 259,7 milljónir króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra kynnti í dag.
Það jafngildir 13,5 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Hækkunin nemur 26,3 milljónum króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum.
Í þingskjali sem fylgir fjárlagafrumvarpinu segir að breytingar séu af tvennum toga. „Annars vegar er 15,5 m.kr. hækkun vegna hlutdeildar í útgjaldasvigrúmi æðstu stjórnar ríkisins. Þar af eru 10,2 m.kr. til styrkingar á almennum rekstri embættisins en 5 m.kr. til drenlagnar við grunn gestahúss embættisins við Laufásveg. Hins vegar er 1,7 m.kr. lækkun á almennu rekstrarframlagi í samræmi við markmið um aðhald í útgjaldaramma.“
Fjárlagafrumvarpið: 260 milljónir í forsetann

Tengdar fréttir

Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar
Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að sóknargjöld verði hækkuð um níu prósent.

Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir
Framlagið nemur 3.490 milljónir króna.

Á þriðja milljarð í húsnæðismál
Frítekjumark af leigutekjum íbúðahúsnæðis fer úr 30 prósentum í 50 prósent.

Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu.

Landspítalinn fær 50 milljarða
Launakostnaður Landspítalans mun aukast um 4 milljarða samkvæmt fjárlögum næsta árs.