Framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins lækka um 173,2 milljónir króna frá fjárlögum árisins 2015. Framlagið nemur 3.490 milljónir króna, samanborið við 3.663 milljónir á fjárlögum þessa árs.
Í frumvarpinu segir að breytingin skýrist fyrst og fremst af tvennu.
„Í fyrsta lagi falla niður 181,9 m.kr. tímabundið framlag sem veitt var í fjárlögum 2015 til að styrkja rekstur Ríkisútvarpsins.
Í öðru lagi er lögð til 8,7 m.kr. hækkun á framlagi í samræmi við innheimtar tekjur ríkissjóðs af útvarpsgjaldi á árinu 2016 sem áætlaðar eru 3.490 m.kr.“
Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir

Tengdar fréttir

Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu.