Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2015 09:30 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fagna eftir leikinn í gær. vísir/vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ritar áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir frá því hvernig hann fékk Knattspyrnusamband Íslands til að ráða Lars Lagerbäck. Svíinn stýrði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, ásamt Heimi Hallgrímssyni, á sitt fyrsta stórmót í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan í Laugardalnum.Sjá einnig: Lars: Ég er ekki hetja Hann segist ekki hafa viljað opinbera þetta áður þar sem hann var áður yfirmaður fræðslumála og þjálfaramenntunnar hjá KSÍ. Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands var ekki beint á móti ráðningu Lagerbäcks en var að einhverju leyti ósátt við umræðuna um að ráða erlendan þjálfara enda stendur sambandið þétt við bakið á íslenskum þjálfurum.Sigurður Ragnar átti stóran þátt í að Lars var ráðinn.mynd/íbv„Mér fannst það þyrfti erlendan þjálfara með mikið „respect“ sem myndi taka fast á agamálum og væri faglega sterkur. Lars hafði farið í margar lokakeppnir með Svíþjóð og tekið fast á agamálum m.a. hjá Zlatan,“ segir Sigurður Ragnar. „Það var kannski viðkvæmt þá að ég sem yfirmaður þjálfaramenntunar vildi ráða erlendan þjálfara í landsliðsþjálfarastarfið svo ég hef nú lítið sagt um þetta en ég tel það í lagi í ljósi árangurs landsliðsins í dag að láta þessa sögu flakka.“ Sigurður Ragnar heldur áfram og segist hafa látið verða af því að hringja í Lars sem hann þekkir vel. Svíinn sagðist vera til í að taka við íslenska liðinu og þá fór allt af stað. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kom sterklega til greina sem þjálfari íslenska liðsins, en á endanum var Lars ráðinn. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson.Færsla Sigurðar Ragnars.mynd/skjáskot EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Raggi um plönin í kvöld: "No comment" "Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi. 6. september 2015 22:17 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ritar áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir frá því hvernig hann fékk Knattspyrnusamband Íslands til að ráða Lars Lagerbäck. Svíinn stýrði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, ásamt Heimi Hallgrímssyni, á sitt fyrsta stórmót í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan í Laugardalnum.Sjá einnig: Lars: Ég er ekki hetja Hann segist ekki hafa viljað opinbera þetta áður þar sem hann var áður yfirmaður fræðslumála og þjálfaramenntunnar hjá KSÍ. Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands var ekki beint á móti ráðningu Lagerbäcks en var að einhverju leyti ósátt við umræðuna um að ráða erlendan þjálfara enda stendur sambandið þétt við bakið á íslenskum þjálfurum.Sigurður Ragnar átti stóran þátt í að Lars var ráðinn.mynd/íbv„Mér fannst það þyrfti erlendan þjálfara með mikið „respect“ sem myndi taka fast á agamálum og væri faglega sterkur. Lars hafði farið í margar lokakeppnir með Svíþjóð og tekið fast á agamálum m.a. hjá Zlatan,“ segir Sigurður Ragnar. „Það var kannski viðkvæmt þá að ég sem yfirmaður þjálfaramenntunar vildi ráða erlendan þjálfara í landsliðsþjálfarastarfið svo ég hef nú lítið sagt um þetta en ég tel það í lagi í ljósi árangurs landsliðsins í dag að láta þessa sögu flakka.“ Sigurður Ragnar heldur áfram og segist hafa látið verða af því að hringja í Lars sem hann þekkir vel. Svíinn sagðist vera til í að taka við íslenska liðinu og þá fór allt af stað. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kom sterklega til greina sem þjálfari íslenska liðsins, en á endanum var Lars ráðinn. „Ég þurfti því að fylgja þessu máli hratt eftir þar sem KSÍ var komið í viðræður við Roy Keane og sannfæra stjórnendur KSÍ um að Lars væri betri kostur. Að lokum tóku Geir og Þórir auðvitað lokaákvörðunina og hún var að sjálfsögðu hárrétt og farsæl og þeim ber að hrósa fyrir það. Engan veginn ætla ég að eigna mér þessar ákvarðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórnenda KSÍ,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson.Færsla Sigurðar Ragnars.mynd/skjáskot
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Raggi um plönin í kvöld: "No comment" "Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi. 6. september 2015 22:17 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Raggi um plönin í kvöld: "No comment" "Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi. 6. september 2015 22:17
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01
Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02