Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 22:07 Lars og Heimir að leik loknum. Vísir/Vilhelm "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
"Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56
Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45
Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48
Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55
Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti