Íslendingar ná vart andanum af gleði eftir að ljóst var að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér farseðilinn á EM í Frakklandi næsta sumar.
Gleðin er þó eflaust hvergi meiri en í búningsklefa landsliðsins sjálfs þar sem menn hoppa og hía eins og enginn sé morgundagurinn.
Þeirra á meðal er forsætisráðherrann sjálfur, Sigmundur Davið Gunnlaugsson, sem leit inn i í klefa til strákanna að leik loknum.
Landsliðsmarkaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson deildi myndinni skælbrosandi með fylgjendum sínum á Twitter nú fyrir skömmu.
Þeir Íslendingar sem vilja gerast jafn frægir og forsætisráðherra og hitta hetjurnar er bent á að skunda á Ingólfstorg nú á eftir þar sem strákarnir munu fagna með löndum sínum hinum sögulega árangri.
