Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 4. september 2015 07:00 Íslenska liðið fagnar hér sigurmarki leiksins. Vísir/Valli Sögulegur 1-0 sigur Íslands á Hollandi í gær nánast gulltryggði sætið á EM. Íslenska liðinu nægir nú eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum til að komast á sitt fyrsta stórmót. Litla Ísland gerði líka í gær það sem engri knattspyrnuþjóð hefur tekist áður hvort sem það var að taka sex stig af Hollendingum í undankeppni stórmóts eða vera fyrsta þjóðin til að vinna hollenska landsliðið á Amsterdam Arena í undankeppni stórmóts. Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi hollenska liðið alveg eins og í fyrri leiknum, þá með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en nú með marki úr vítaspyrnu á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Hollendingar misstu nánasta öll helstu vopnin úr höndunum á átta mínútna kafla í fyrri hálfleiknum þegar Arjen Robben fór útaf meiddur og Bruno Martins var rekinn af velli fyrir að slá Kolbein Sigþórsson.Hátt uppi eftir sigurinn „Við erum auðvitað mjög hátt uppi eftir þennan sigur enda örugglega mesta afrekið í sögu íslensk fótbolta. Við vorum heppnir að verða manni fleiri en við spiluðum leikinn eins og við vildum spila hann. Okkar leikmenn eiga mikið hrós fyrir að spila tvo leiki á móti einu besta sóknarliði Evrópu án þess að fá á sig mark. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Staðan er vissulega frábær. Ísland situr áfram á toppi riðilsins og er nú með átta stiga forskot á Hollendinga sem sitja áfram súrir í þriðja sæti riðilsins. Tyrkir töpuðu á sama tíma stigum á móti Lettlandi og það eru bara Tékkland og Hollands sem geta náð íslenska liðinu. Eitt stig á móti Kasakstan á sunnudaginn nægir til að koma Íslandi á EM. Holland getur þá bara náð Íslandi að stigum en verður alltaf neðar á verri stöðu í innbyrðisleikjum. Féllu með íslenska liðinu Hlutirnir féllu vissulega með íslenska landsliðinu á Amsterdam Arena en menn skapa sér sína eigin heppni með skipulagningu, dugnaði og trú. Það var nóg af öllu slíku innan íslenska landsliðsins í miðju aðalvígi hollenska fótboltans. Leikurinn snérist á hvolf á ótrúlegum átta mínútna kafla sem endaði með að Bruno Martins fékk að líta rauða spjaldið á 33. mínútu. Átta mínútum áður hafði Robben yfirgefið völlinn meiddur. Á örfáum mínútum höfðu Hollendingarnir þar með bæði misst sinn besta mann (Arjen Robben) og öflugasta miðvörð (Bruno Martins) af velli. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn gamall þegar Birkir Bjarnason fiskaði víti og Gylfi kláraði dæmið og skoraði framhjá Jasper Cillessen markverði og baulandi stúku. Það reyndist vera eina mark leiksins. Þurfum einn sigur enn Það heyrðist meira og meira í íslensku áhorfendunum sem virtust svífa hreinlega á skýi í stúkunni enda stórir hlutir að gerast. „Okkar bíður erfiður og gjörólíkur leikur heima á móti Kasakstan eftir þrjá daga. Það væri afar gott að fá sér bjór í kvöld en við þurfum að halda báðum fótum á jörðinni og fara að hugsa um hinn leikinn. Staðreyndin er að við þurfum einn sigur í viðbót til að komast á EM og byrjum strax að undirbúa leikinn við Kasakstan,“ sagði Heimir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Sögulegur 1-0 sigur Íslands á Hollandi í gær nánast gulltryggði sætið á EM. Íslenska liðinu nægir nú eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum til að komast á sitt fyrsta stórmót. Litla Ísland gerði líka í gær það sem engri knattspyrnuþjóð hefur tekist áður hvort sem það var að taka sex stig af Hollendingum í undankeppni stórmóts eða vera fyrsta þjóðin til að vinna hollenska landsliðið á Amsterdam Arena í undankeppni stórmóts. Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi hollenska liðið alveg eins og í fyrri leiknum, þá með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en nú með marki úr vítaspyrnu á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Hollendingar misstu nánasta öll helstu vopnin úr höndunum á átta mínútna kafla í fyrri hálfleiknum þegar Arjen Robben fór útaf meiddur og Bruno Martins var rekinn af velli fyrir að slá Kolbein Sigþórsson.Hátt uppi eftir sigurinn „Við erum auðvitað mjög hátt uppi eftir þennan sigur enda örugglega mesta afrekið í sögu íslensk fótbolta. Við vorum heppnir að verða manni fleiri en við spiluðum leikinn eins og við vildum spila hann. Okkar leikmenn eiga mikið hrós fyrir að spila tvo leiki á móti einu besta sóknarliði Evrópu án þess að fá á sig mark. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Staðan er vissulega frábær. Ísland situr áfram á toppi riðilsins og er nú með átta stiga forskot á Hollendinga sem sitja áfram súrir í þriðja sæti riðilsins. Tyrkir töpuðu á sama tíma stigum á móti Lettlandi og það eru bara Tékkland og Hollands sem geta náð íslenska liðinu. Eitt stig á móti Kasakstan á sunnudaginn nægir til að koma Íslandi á EM. Holland getur þá bara náð Íslandi að stigum en verður alltaf neðar á verri stöðu í innbyrðisleikjum. Féllu með íslenska liðinu Hlutirnir féllu vissulega með íslenska landsliðinu á Amsterdam Arena en menn skapa sér sína eigin heppni með skipulagningu, dugnaði og trú. Það var nóg af öllu slíku innan íslenska landsliðsins í miðju aðalvígi hollenska fótboltans. Leikurinn snérist á hvolf á ótrúlegum átta mínútna kafla sem endaði með að Bruno Martins fékk að líta rauða spjaldið á 33. mínútu. Átta mínútum áður hafði Robben yfirgefið völlinn meiddur. Á örfáum mínútum höfðu Hollendingarnir þar með bæði misst sinn besta mann (Arjen Robben) og öflugasta miðvörð (Bruno Martins) af velli. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn gamall þegar Birkir Bjarnason fiskaði víti og Gylfi kláraði dæmið og skoraði framhjá Jasper Cillessen markverði og baulandi stúku. Það reyndist vera eina mark leiksins. Þurfum einn sigur enn Það heyrðist meira og meira í íslensku áhorfendunum sem virtust svífa hreinlega á skýi í stúkunni enda stórir hlutir að gerast. „Okkar bíður erfiður og gjörólíkur leikur heima á móti Kasakstan eftir þrjá daga. Það væri afar gott að fá sér bjór í kvöld en við þurfum að halda báðum fótum á jörðinni og fara að hugsa um hinn leikinn. Staðreyndin er að við þurfum einn sigur í viðbót til að komast á EM og byrjum strax að undirbúa leikinn við Kasakstan,“ sagði Heimir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30