Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:07 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn