Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta 3. september 2015 21:29 Heimir var brosmildur í viðtölum eftir leik. Vísir/Getty „Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
„Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30