Nýr Audi Q7 frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2015 10:15 Audi Q7 kemur þú af annarri kynslóð. „Nýr Audi Q7 er gott dæmi um fagmennsku Audi í hönnun, gæðum og tækni og því er ánægjulegt að vera kominn með bílinn loks í salinn. Í gegnum tíðina hefur Q7 reynst viðskiptavinum okkar vel og á bíllinn marga dygga aðdáendur. Einstakir aksturseiginleikar, nýtt upplýsingakerfi og framúrstefnulegt aðstoðarkerfi ökumanns er eitt af mörgu sem má nefna í þessum nýja bíl. Aðstoðarkerfið leggur bílnum í meðal annars í bílastæði, bakkar með kerru og keyrir bílinn í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi. Bíllinn er hlaðinn tækninýjungum og kemur meðal annars með svo kölluðu ,,Audi virtual” mælaborði og nýju ,,MMI” kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögukerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokk. Hann er einn af fyrstu bílunum sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Nýr Q7 er búinn fullkomnu quattro fjórhjóladrifi. Hann er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn. Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og eyðir aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. Co2 útblástur vélarinnar er 149 g/km. sem er það lægsta sem þekkist í flokki lúxusjeppa. Verð á nýjum Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum.Glæst innanrými í Audi Q7. Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent
„Nýr Audi Q7 er gott dæmi um fagmennsku Audi í hönnun, gæðum og tækni og því er ánægjulegt að vera kominn með bílinn loks í salinn. Í gegnum tíðina hefur Q7 reynst viðskiptavinum okkar vel og á bíllinn marga dygga aðdáendur. Einstakir aksturseiginleikar, nýtt upplýsingakerfi og framúrstefnulegt aðstoðarkerfi ökumanns er eitt af mörgu sem má nefna í þessum nýja bíl. Aðstoðarkerfið leggur bílnum í meðal annars í bílastæði, bakkar með kerru og keyrir bílinn í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi. Bíllinn er hlaðinn tækninýjungum og kemur meðal annars með svo kölluðu ,,Audi virtual” mælaborði og nýju ,,MMI” kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögukerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokk. Hann er einn af fyrstu bílunum sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Nýr Q7 er búinn fullkomnu quattro fjórhjóladrifi. Hann er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn. Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og eyðir aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. Co2 útblástur vélarinnar er 149 g/km. sem er það lægsta sem þekkist í flokki lúxusjeppa. Verð á nýjum Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum.Glæst innanrými í Audi Q7.
Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent