Fáum við mark númer átján á Amsterdam Arena? Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Kolbeinn á æfingu á Amsterdam Arena í gær. Vísir/Valli Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30