Fótbolti

Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars

Íslenska landsliðið.
Íslenska landsliðið. Vísir/Ernir
Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest.

Strákarnir eru staddir í Amsterdam þar sem þeir undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik gegn Hollandi í undankeppni EM annað kvöld.

Hafa þeir æft saman undanfarna tvo daga en þeir ákváðu að slappa af í kvöld yfir kvikmynd og varð mynd Baltasars fyrir valinu en hún var frumsýnd í Feneyjum í dag. Veitti Baltasar heimild fyrir því að liðið fengi að sjá hana í kvöld en myndin hefur fengið góða dóma frá kvikmyndagagnrýnendum.

Er það venja hjá íslenska liðiðinu að horfa á mynd saman kvöldið fyrir leik en liðið horfði saman á Entourage fyrir leikinn gegn Tékklandi, Fúsa í Kazakstan og Vonarstræti í Tékklandi.

Myndir af strákunum í bíósalnum má sjá hér fyrir neðan.

Baltasar Kormákur leyfði okkur að sjá Everest fyrstir allra. Næst á dagskrá er stórleikur á morgun.

A photo posted by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

World premier of Baltasars new Hollywood movie, Everest! Good way to relax before the big game tomorrow

A photo posted by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×