David De Gea er meðal þeirra 25 leikmanna sem Manchester United skráði í leikmannahóp sinn fyrir Meistaradeildina í vetur. Landi hans, Victor Valdes, er aftur á móti ekki í hópnum.
Mikið var rætt um framtíð De Gea en hann var við það að ganga til liðs við Real Madrid á lokadegi félagsskiptagluggans. Féllu þau hinsvegar niður á síðustu stundu eftir að félögin náðu ekki að skila öllum gögnum í tæka tíð.
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði við fjölmiðla að hann myndi notast við De Gea yrði hann til staðar í vetur en hann virðist vera á undan landa sínum Victor Valdes í goggunar röðinni hjá Manchester United líkt og í spænska landsliðinu.
Manchester United snýr aftur í Meistaradeildina í vetur eftir eins árs fjarveru en félagið er með PSV, CSKA Moskva og Wolfsburg í riðli.
De Gea í leikmannahóp Manchester United í Meistaradeildinni | Valdes ekki valinn
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið







Gæti fengið átta milljarða króna
Formúla 1


Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið
Íslenski boltinn
