Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 19:10 Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem berst nú við mikið fylgistap. Vísir/HMP Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira