Innlent

Grunaðir um í­kveikju í eigin hús­næði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglan yfirheyrði mennina í morgun.
Lögreglan yfirheyrði mennina í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Karlmennirnir þrír sem voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju eru allir lausir úr haldi. Þeir búa allir í húsinu sem kviknaði í.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan fjögur í nótt um eldsvoða í einbýlishúsi í Breiðholtinu. Bæði lögregla og slökkvilið voru kölluð út.

Þrír karlmenn, 47, 31 og 21 ára, voru handteknir og færðir í hald lögreglu vegna gruns um íkveikju í kjölfar rannsóknar tæknideildar lögreglu. Þeir búa allir í umræddu húsi. 

Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Skúla er nokkuð um búsetu í herbergjum í umræddu einbýlishúsi. Fólkið sem býr í húsinu er ekki allt tengt fjölskylduböndum.

Mennirnir þrír voru allir yfirheyrðir í morgun og þeim sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Skúli telur að rannsókn málsins muni taka einhvern tíma. 

Veistu meira? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×