Innlent

Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykja­nes­hrygg

Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Eins og má sjá er skjálftahrinan nokkuð þétt.
Eins og má sjá er skjálftahrinan nokkuð þétt. Veðurstofan

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn.

Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir engin merki um gosóróa

„Það er aðeins byrjað að róast núna en svo kemur einn og einn,“ segir Bjarki og að skjálftarnir séu í um 80 kílómetra suðsuðvestur af Reykjanestá.

Hann segir alls um 70 skjálfta hafa mælst í morgun. Hrinan hafi byrjað nær Eldey en svo færst lengra suðsuðvestur út í haf. Þar séu stærstu skjálftarnir.

„Algengt er að það sé skjálftahrina á þessu svæði, það er ekkert óalgengt, en þetta var frekar kröftug hrina til að byrja með,“ segir Bjarki og að það sé rólegra núna.

Enginn gosórói

Bjarki segir engan gosóróa mælast, aðeins skjálftavirkni.

„Þetta tengist ekki neitt hinu sem er að gerast. Þetta eru auðvitað bara flekaskilin sem eru þarna úti,“ segir Bjarki og á við kvikusöfnun undir Svartsengi.


Tengdar fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi

Enn er landris og kvikusöfnun við Svartsengi og því enn líkur á kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. Kvikusöfnun er enn nokkuð hæg og því töluverð óvissa um tímasetningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×