„ Maður er spenntur fyrir leiknum. Við erum búnir að bíða eftir honum síðan eftir Tékkaleikinn,“ segir Gylfi. Gaman sé að stundin sé að renna upp. Pressan sé öll á Hollendingum sem verði að vinna.
„Þeir eru undir mikllli pressu. Þeir byrjuðu riðilinn ekki mjög vel og eru búnir að skipta um þjálfara og eru að spila á heimavelli á móti minni þjóð. Öll pressan er á þeim og þeir þurfa að spila mjög vel í þessum leik. Það opnar vonandi leikinn fyrir okkur og við getum búið til færi þegar þeir fara að sækja mikið.“
Gylfi lagði upp mark gegn Manchester United um helgina en hefur ekki skorað það sem af er tímabili.
„Ég er búinn að vera að spara mörkin í Englandi fyrir þessa viku þannig að vonandi koma tvö til þrjú mörk í þessum leikjum á móti Hollandi og Kasakstan.“