Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 11:30 Gylfi Þór í smá aðhlynningu á æfingu íslenska liðsins í Amsterdam í morgun. Vísir/Valli Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira