Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 11:30 Gylfi Þór í smá aðhlynningu á æfingu íslenska liðsins í Amsterdam í morgun. Vísir/Valli Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira