Segir mannréttindi fatlaðra ekki í forgangi hjá stjórnvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Það að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur á Íslandi þýðir að erfiðara er fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Fréttablaðið/Valli Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið. Alþingi Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Sjá meira
Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið.
Alþingi Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent