Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að draga til baka tillögu um viðskiptabann á Ísrael og breyta texta hennar. Hann segir ljóst að undirbúa hefði mátt málið betur, áður en það var lagt fyrir. Þá hafi verið óheppilegt að stilla málinu upp eins og kveðjugjöf til Bjarkar Vilhelmsdóttur: „Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo,” segir Dagur.
Björk Vilhelmsdóttir sem lagði fram tillöguna á síðasta starfsdegi sínum sem borgarfulltrúi segir að málið hafi verið lengi til umræðu. Hún segir viðbrögðin hafa komið sér gríðarlega á óvart. Það hafi allt farið af stað þegar þetta var samþykkt og reynt að snúa út úr tillögunni og tala um hatur. „Við vorum ekki nógu vel undirbúin en við áttum ekki von á þessum viðbrögðum enda eru þau ekki í neinum takti við tillöguna sjálfa,” segir Björk.
Björk Vilhelmsdóttir sem lagði fram tillöguna á síðasta starfsdegi sínum sem borgarfulltrúi segir að málið hafi verið lengi til umræðu. Hún segir viðbrögðin hafa komið sér gríðarlega á óvart. Það hafi allt farið af stað þegar þetta var samþykkt og reynt að snúa út úr tillögunni og tala um hatur. „Við vorum ekki nógu vel undirbúin en við áttum ekki von á þessum viðbrögðum enda eru þau ekki í neinum takti við tillöguna sjálfa,” segir Björk.