Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 08:30 Yair Lapid gegndi embætti fjármálaráðherra Ísraels á árinum 2013 til 2014. Vísir/EP Yair Lapid, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnmálaflokksins Yesh Atid, spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðun hennar að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í morgun. Ráðherrann spyr meðal annars hvort bannið nái til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiði, til arabískra þingmanna á Ísraelsþingi, til ísraelskra verksmiðja „þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa“ og hvort einnig standi til að sniðganga lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum. „Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda,“ segir í greininni.Engin samsvörun milli stærðar deilunnar og umfjöllunar Lapid heldur svo áfram að fjalla um deilur Ísraela og Palestínumanna og segir þær eina minnstu deilu Miðausturlanda. „Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana.“ Hann segir þó ekki geta hunsað þá staðreynd að „nokkur þúsund saklausra“ hafi látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna. „Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild?“ spyr Lapid.Lesa má grein Lapid í heild sinni hér. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Yair Lapid, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnmálaflokksins Yesh Atid, spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðun hennar að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í morgun. Ráðherrann spyr meðal annars hvort bannið nái til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiði, til arabískra þingmanna á Ísraelsþingi, til ísraelskra verksmiðja „þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa“ og hvort einnig standi til að sniðganga lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum. „Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda,“ segir í greininni.Engin samsvörun milli stærðar deilunnar og umfjöllunar Lapid heldur svo áfram að fjalla um deilur Ísraela og Palestínumanna og segir þær eina minnstu deilu Miðausturlanda. „Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana.“ Hann segir þó ekki geta hunsað þá staðreynd að „nokkur þúsund saklausra“ hafi látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna. „Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild?“ spyr Lapid.Lesa má grein Lapid í heild sinni hér.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58