Kristján Þór um mál Fanneyjar Bjarkar: Niðurstaða dómsins ekki aðalatriði Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2015 18:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra. Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra.
Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira