Golf

Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskalandi

Axel Bóasson, kylfingur úr GK.
Axel Bóasson, kylfingur úr GK. Mynd/GSÍ
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru í erfiðri stöðu eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fer fram á Fleesensee vellinum í Þýskalandi.

Axel lék í gær líkt og deginum áður á 73 höggum, einu höggi yfir pari en Axel fékk alls fjóra skolla og þrjá fugla á hringnum. Lék hann fyrri níu holur dagsins á pari en seinni níu á einu höggi yfir pari líkt og deginum áður.

Þórður Rafn náði sér betur á strik í gær en hann fékk þrjá skolla og tvo fugla á hringnum. Tókst honum að leika seinni níu holur vallarins á pari eftir að hafa leikið þær á tveimur höggum yfir pari deginum áður.

Axel Bóasson er í 51. sæti á tveimur höggum yfir pari en Þórður situr 13. sætum neðar á fimm höggum yfir pari. Efstu 22 kylfingarnir komast á næsta stig úrtökumótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×