Þurfum að ná taktinum aftur Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2015 06:00 Sara og Glódís eru samherjar í landsliðinu en andstæðingar í sænsku deildinni. vísir/stefán Íslenska kvennalandsliðið leikur í kvöld æfingarleik gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í Laugardalnum en um er að ræða lokaundirbúning liðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins 2017 sem fer fram í Hollandi. Töluverð pressa er á íslenska liðinu sem var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppnina enda hefur liðið komist á lokakeppni EM í síðustu tveimur tilraunum. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem er einn af leikreyndustu leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir ungan aldur, segir að stelpurnar séu tilbúnar í slaginn. „Stemmingin í hópnum er mjög góð, við erum spenntar að byrja þetta verkefni. Við erum búnar að ná að æfa aðeins saman áður en alvaran tekur við og við erum einbeittar á verkefnið sem er framundan. Þegar þú mætir í landsliðið fer alltaf öll einbeitingin í það verkefni.“Sara Björk er, þrátt fyrir ungan aldur, fyrirliði landsliðsins og Rosengård.vísir/stefánÞurfum að stilla saman strengina Gera má ráð fyrir að hin tvítuga Glódís Perla Viggósdóttir verði í lykilhlutverki í íslenska liðinu í undankeppninni. Hefur Glódís farið vel af stað á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún hefur verið í byrjunarliði í öllum átján leikjum Eskilstuna í sænsku deildinni. Tók hún undir orð Söru um að það væri mikil spenna hjá leikmönnum liðsins að hefja undankeppnina. „Við erum spenntar að bíða eftir leiknum gegn Slóvakíu og svo byrja undankeppnina í næstu viku, við munum reyna að nota leikinn í dag til þess að rifja upp áherslurnar okkar til undirbúnings.“ Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, hafði orð á því á dögunum að kynslóðaskiptunum í landsliðinu sem hófust í síðustu undankeppni væri lokið. Sagðist hann vera spenntur fyrir hópnum sem hann hefði í höndunum en þetta er önnur undankeppni íslenska liðsins undir stjórn Freys. „Freyr kom inn með góðar áherslur og við erum búnar að vera að spila okkur saman sem lið undanfarin tvö ár sem mér finnst ganga vel. Við erum með gott lið og góða blöndu sem ætlar sér stóra hluti,“ sagði Glódís en Sara var ánægð með frammistöðu yngri leikmanna liðsins. „Það er frábært að fá æfingarleikinn til þess að stilla saman strengina og sjá hvernig liðið spilar. Það er liðið hálft ár síðan við spiluðum síðast saman gegn Hollandi og við þurfum að ná taktinum aftur. Nýju leikmennirnir eins og Glódís og Arna hafa komið inn í þetta af miklum krafti eins og sást í Algarve-mótinu þar sem við spiluðum frábæran varnarleik,“ sagði Sara.Glódís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.vísir/stefánÆtlum að vinna riðilinn Stelpurnar fara ekkert leynt með það að markmiðið er að vinna riðilinn enda úr efsta styrkleikaflokki. Hafa þær þurft að fara í umspil síðustu tvö skipti en núna er markmiðið að tryggja sig beint inn. „Við erum fyrirfram sterkasta liðið í riðlinum en við munum ekki vanmeta neitt lið í þessum riðli, við megum ekki við því,“ sagði Sara og Glódís tók undir það. „Markmiðið er að vinna riðilinn núna og fara beint inn á lokamótið en ekki í umspilið eins og síðustu tvö skipti. Þetta verður samt erfiður riðill, það er alltaf erfitt á útivelli og við verðum að gæta okkar að fara ekki fram úr okkur.“Auðveldara þegar þú ert að vinna leiki Sara og Glódís eru samherjar í íslenska landsliðinu en lið þeirra, Eskilstuna og Rosengard, eru þessa dagana að keppa um sænska meistaratitilinn. Glódís og félagar í Eskilstuna eru með fjögurra stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Viðurkenndi Glódís að þetta væri draumi líkast en hún hefur leikið alla leikina á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og það hefur eiginlega allt gengið upp hjá okkur í Eskilstuna sem auðveldar það að fara út í atvinnumennsku. Mér líður mjög vel úti og þetta er mun betra en ég þorði að vona. Okkur gekk vel í byrjun og þá fór maður að hugsa að við gætum kannski gert eitthvað úr þessu en það eru tólf stig í pottinum og við getum ekki gefist upp,“ sagði Glódís sem er ánægð í atvinnumennskunni. „Mér líður mjög vel þarna hjá þessu félagi, þjálfararnir og leikmennirnir hafa tekið vel á móti mér sem var mér mikilvægt. Svo líður manni auðvitað betur þegar maður er að vinna leiki,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir að aðeins fjórar umferðir séu eftir hafa þær ekkert rætt titilbaráttuna. „Þegar við erum í landsliðinu þá einbeitum við okkur bara að landsliðinu og við reynum að sleppa öllu öðru,“ sagði Sara og Glódís tók í sama streng. „Við erum náttúrulega bara að hugsa um landsliðið og svo þegar það er búið förum við út og höldum áfram að slást þar. Það eru allir vinir hérna, við geymum það að skjóta hvor á aðra þangað til við komum út,“ sagði Glódís. Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í kvöld æfingarleik gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í Laugardalnum en um er að ræða lokaundirbúning liðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins 2017 sem fer fram í Hollandi. Töluverð pressa er á íslenska liðinu sem var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppnina enda hefur liðið komist á lokakeppni EM í síðustu tveimur tilraunum. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem er einn af leikreyndustu leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir ungan aldur, segir að stelpurnar séu tilbúnar í slaginn. „Stemmingin í hópnum er mjög góð, við erum spenntar að byrja þetta verkefni. Við erum búnar að ná að æfa aðeins saman áður en alvaran tekur við og við erum einbeittar á verkefnið sem er framundan. Þegar þú mætir í landsliðið fer alltaf öll einbeitingin í það verkefni.“Sara Björk er, þrátt fyrir ungan aldur, fyrirliði landsliðsins og Rosengård.vísir/stefánÞurfum að stilla saman strengina Gera má ráð fyrir að hin tvítuga Glódís Perla Viggósdóttir verði í lykilhlutverki í íslenska liðinu í undankeppninni. Hefur Glódís farið vel af stað á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún hefur verið í byrjunarliði í öllum átján leikjum Eskilstuna í sænsku deildinni. Tók hún undir orð Söru um að það væri mikil spenna hjá leikmönnum liðsins að hefja undankeppnina. „Við erum spenntar að bíða eftir leiknum gegn Slóvakíu og svo byrja undankeppnina í næstu viku, við munum reyna að nota leikinn í dag til þess að rifja upp áherslurnar okkar til undirbúnings.“ Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, hafði orð á því á dögunum að kynslóðaskiptunum í landsliðinu sem hófust í síðustu undankeppni væri lokið. Sagðist hann vera spenntur fyrir hópnum sem hann hefði í höndunum en þetta er önnur undankeppni íslenska liðsins undir stjórn Freys. „Freyr kom inn með góðar áherslur og við erum búnar að vera að spila okkur saman sem lið undanfarin tvö ár sem mér finnst ganga vel. Við erum með gott lið og góða blöndu sem ætlar sér stóra hluti,“ sagði Glódís en Sara var ánægð með frammistöðu yngri leikmanna liðsins. „Það er frábært að fá æfingarleikinn til þess að stilla saman strengina og sjá hvernig liðið spilar. Það er liðið hálft ár síðan við spiluðum síðast saman gegn Hollandi og við þurfum að ná taktinum aftur. Nýju leikmennirnir eins og Glódís og Arna hafa komið inn í þetta af miklum krafti eins og sást í Algarve-mótinu þar sem við spiluðum frábæran varnarleik,“ sagði Sara.Glódís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.vísir/stefánÆtlum að vinna riðilinn Stelpurnar fara ekkert leynt með það að markmiðið er að vinna riðilinn enda úr efsta styrkleikaflokki. Hafa þær þurft að fara í umspil síðustu tvö skipti en núna er markmiðið að tryggja sig beint inn. „Við erum fyrirfram sterkasta liðið í riðlinum en við munum ekki vanmeta neitt lið í þessum riðli, við megum ekki við því,“ sagði Sara og Glódís tók undir það. „Markmiðið er að vinna riðilinn núna og fara beint inn á lokamótið en ekki í umspilið eins og síðustu tvö skipti. Þetta verður samt erfiður riðill, það er alltaf erfitt á útivelli og við verðum að gæta okkar að fara ekki fram úr okkur.“Auðveldara þegar þú ert að vinna leiki Sara og Glódís eru samherjar í íslenska landsliðinu en lið þeirra, Eskilstuna og Rosengard, eru þessa dagana að keppa um sænska meistaratitilinn. Glódís og félagar í Eskilstuna eru með fjögurra stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Viðurkenndi Glódís að þetta væri draumi líkast en hún hefur leikið alla leikina á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og það hefur eiginlega allt gengið upp hjá okkur í Eskilstuna sem auðveldar það að fara út í atvinnumennsku. Mér líður mjög vel úti og þetta er mun betra en ég þorði að vona. Okkur gekk vel í byrjun og þá fór maður að hugsa að við gætum kannski gert eitthvað úr þessu en það eru tólf stig í pottinum og við getum ekki gefist upp,“ sagði Glódís sem er ánægð í atvinnumennskunni. „Mér líður mjög vel þarna hjá þessu félagi, þjálfararnir og leikmennirnir hafa tekið vel á móti mér sem var mér mikilvægt. Svo líður manni auðvitað betur þegar maður er að vinna leiki,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir að aðeins fjórar umferðir séu eftir hafa þær ekkert rætt titilbaráttuna. „Þegar við erum í landsliðinu þá einbeitum við okkur bara að landsliðinu og við reynum að sleppa öllu öðru,“ sagði Sara og Glódís tók í sama streng. „Við erum náttúrulega bara að hugsa um landsliðið og svo þegar það er búið förum við út og höldum áfram að slást þar. Það eru allir vinir hérna, við geymum það að skjóta hvor á aðra þangað til við komum út,“ sagði Glódís.
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira