Einungis ein tillaga skilar sér inn í fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2015 07:00 Lagt var til að flytja um 90 stöðugildi í landshlutann, langflest til Skagafjarðar, og að árlegur kostnaður við tillögurnar yrði um 350 milljónir króna. Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira