Vill að Ísland bregðist strax við flóttamannavanda: „Eftir hverju erum við að bíða?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 15:43 Katrín er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA „Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira