Líf segir Ásmund og Jón Magnússon fordómafulla karla og rasista Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 15:43 Líf telur Jón Magnússon og Ásmund Friðriksson fordómafulla karla og rasista sem eigi ekkert erindi í fjölmiðla. Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015 Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015
Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira