Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 12:08 Björk Vilhelmsdóttir segist nú vera frjáls. vísir/vilhelm Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00