Forbes-tímaritið gaf í dag út að ruðningsliðið Dallas Cowboys væri verðmætasta félag í heimi og skaust með því fram úr spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid.
Samkvæmt lista Forbes er Dallas Cowboys virði 2,6 milljarða sterlingspunda, hálfum milljarði meira en Real Madrid sem er í öðru sæti.
Er lið Dallas Cowboys því í efsta sæti þrátt fyrir að hafa ekki komist í Ofurskálina (e. Superbowl) undanfarin tuttugu ár. Hefur heimavöllur liðsins, AT&T stadium, malað gull fyrir liðið en rúmlega 90.000 manns mæta á hvern leik hjá liðinu.
New England Patriots og New York Yankees deila þriðja sæti listans en í fimmta sæti koma erkifjendur Real Madrid í Barcelona.
Dallas Cowboys verðmætasta félag heims
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn




Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn