Margrét Lára: Ætlum að vinna riðilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2015 07:00 Margrét Lára Viðarsdóttir æfir vinstri fótinn á æfingu liðsins í gær. vísir/pjetur Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn