„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Una Sighvatsdóttir skrifar 14. september 2015 20:30 Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“ Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“
Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira