Mariota hafði betur í baráttu nýju leikstjórnendanna | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 12:00 Mariota þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í gær. Vísir/Getty Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira