Bjarni Benediktsson: Látum ekki hóta okkur til að gangast undir flóttamannastefnu ESB Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 18:40 Bjarni Benediktsson ætlar ekki að láta undan hótunum, jafnvel þó Brussel geti haft lög að mæla. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira