Golf

Tiger staðfestir þátttöku á Frys.com

Tiger ætlar sér stóra hluti á nýju tímabili.
Tiger ætlar sér stóra hluti á nýju tímabili. AP/Getty
Tiger Woods hefur staðfest að hann mun vera meðal þátttakenda á Frys.com meistaramótinu sem fram fer 15-18 október en mótið er það fyrsta í röðinni á mótaskrá PGA-mótaraðarinna fyrir tímabilið 2015-2016.

Tiger hefur átt tvö mjög slæm timabil í röð sem hafa einkennst af meiðslum og sveiflubreytingum sem hafa ekki skilað sér en hann hefur þó sýnt góða takta að undanförnu og virðist vera staðráðinn í að berjast á ný við þá bestu.

Mótið fer fram á Corde Valle vellinum í Kaliforníuríki en Tiger hefur aðeins leikið í því einu sinni áður og því má lesa í þátttöku hans í mótinu að hann sé staðráðinn í að koma sér í gott leikform sem fyrst á nýju tímabili.

Í viðtali við fréttamenn Golfchannel í vikunni sagði Tiger að æfingar fyrir næsta tímabil væru að skila sér og sú vinna sem hann hefur unnið með sveifluþjálfara sínum að undanförnu, Chris Como, eigi eftir að skila góðum árangri á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×