Patriots vann sannfærandi sigur á Steelers | Sjáðu það helsta úr leiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2015 09:00 Rob Gronkowski skilaði þremur snertimörkum í fyrsta leik ársins. Vísir/Getty New England Patriots byrjaði tímabilið af krafti með 28-21 sigri á Pittsburgh Steelers í fyrsta leik NFL-tímabilsins í gær en leikmenn Patriots slepptu forskotinu aldrei frá sér eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. Mikið hefur verið rætt um lið Patriots í sumar en leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hefur eytt töluverðum tímum í réttarhaldi fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltum fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Var hann upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann en því var aflétt á dögunum og gat hann því tekið þátt í fyrsta leik. Þá léku Steelers án eins besta hlaupara deildarinnar, Le'Veon Bell, sem tekur þessa dagana út tveggja leikja bann eftir að hafa verið tekinn ásamt fyrrum liðsfélaga sínum undir stýri eftir að hafa reykt kannabis. Það var ekki að sjá að hinn 38 ára gamli Brady væri eitthvað ryðgaður en Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í öðrum leikhluta eftir frábærar sendingar frá Brady á meðan leikmönnum Steelers tókst aðeins að koma einu vallarmarki á blað eftir tvær misheppnaðar tilraunir til vallarmarks. Sóknarleikur Steelers vaknaði til lífsins í seinni hálfleik en það var einfaldlega of seint eftir að Gronkowski liðsfélagi hans, Scott Chandler, bættu við sitt hvoru snertimarkinu. Steelers tókst að bæta við einu vallarmarki og tveimur snertimörkum frá Antonio Brown og Will Johnson en tíminn reyndist of naumur á endanum og lauk leiknum með sjö stiga sigri Patriots. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. NFL Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira
New England Patriots byrjaði tímabilið af krafti með 28-21 sigri á Pittsburgh Steelers í fyrsta leik NFL-tímabilsins í gær en leikmenn Patriots slepptu forskotinu aldrei frá sér eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. Mikið hefur verið rætt um lið Patriots í sumar en leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hefur eytt töluverðum tímum í réttarhaldi fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltum fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Var hann upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann en því var aflétt á dögunum og gat hann því tekið þátt í fyrsta leik. Þá léku Steelers án eins besta hlaupara deildarinnar, Le'Veon Bell, sem tekur þessa dagana út tveggja leikja bann eftir að hafa verið tekinn ásamt fyrrum liðsfélaga sínum undir stýri eftir að hafa reykt kannabis. Það var ekki að sjá að hinn 38 ára gamli Brady væri eitthvað ryðgaður en Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í öðrum leikhluta eftir frábærar sendingar frá Brady á meðan leikmönnum Steelers tókst aðeins að koma einu vallarmarki á blað eftir tvær misheppnaðar tilraunir til vallarmarks. Sóknarleikur Steelers vaknaði til lífsins í seinni hálfleik en það var einfaldlega of seint eftir að Gronkowski liðsfélagi hans, Scott Chandler, bættu við sitt hvoru snertimarkinu. Steelers tókst að bæta við einu vallarmarki og tveimur snertimörkum frá Antonio Brown og Will Johnson en tíminn reyndist of naumur á endanum og lauk leiknum með sjö stiga sigri Patriots. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér.
NFL Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira