Stöð 2 Sport sýnir einn leik úr NFL í hverri umferð | Deildin hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 12:00 Einn af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning. Vísir/Getty Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira
Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira