Ekkert sem kemur í veg fyrir að Lars geti orðið forseti Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2015 10:00 Lars Lagerbäck getur orðið forseti Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30
Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00
Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30
Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15