Ekkert sem kemur í veg fyrir að Lars geti orðið forseti Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2015 10:00 Lars Lagerbäck getur orðið forseti Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30
Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00
Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30
Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15