Körfubolti

Heimsfriðurinn æfir með Lakers

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Metta World Peace eða Pönduvinurinn eins og hann vildi kalla sig um tíma.
Metta World Peace eða Pönduvinurinn eins og hann vildi kalla sig um tíma. Vísir/Getty
Leikmaðurinn Metta World Peace æfir þessa dagana með liði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en talið er að hann muni skrifa undir eins árs samning hjá félaginu á næstu dögum

World Peace, Ron Artest eða The Pandas Friend, hvað sem fólk kallar hann, gæti því snúið aftur til liðsins þar sem hann vann sinn eina meistaratitil á ferlinum vorið 2010.

Hefur hann verið á flakki undanfarin ár eftir að hafa yfirgefið Lakers en hann lék með New York Knicks í hálft ár, Sichuan Blue Whales í Kína í eitt tímabil og Pallacanestro Cantú í ítölsku deildinni í hálft tímabil.

Hinn 35 árs gamli World Peace æfði með Julius Randle, vali Lakers í nýliðavalinu fyrir einu ári síðan, í sumar til þess að bæta leik Randle en samkvæmt heimildarmönnum Yahoo Sports vonast forráðamenn Lakers til þess að hann sé búinn að róast niður og geti hjálpað ungum leikmannahóp Lakers í vetur.

Artest er hvað frægastur fyrir aðild sína að slagsmálunum sem áttu sér stað í leik Indiana Pacers og Detroit Pistons árið 2004 þegar hann var leikmaður Indiana.

Réðst Artest ásamt liðsfélögum sínum á áhorfenda og leikmenn Pistons en Artest fékk eins árs bann fyrir aðild sína að málinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×