Fótbolti

Tapaði veðmáli og ryksugaði hús Hannesar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór á æfingu landsliðsins í Amsterdam.
Hannes Þór á æfingu landsliðsins í Amsterdam. Vísir/Valli
Karlalandsliðið í knattspyrnu vann sem kunnugt er frækinn 1-0 sigur á Hollandi í undankeppni Evrópumótsins í Amsterdam þann 4. september. Hannes Þór Halldórsson hélt markinu hreinu í leiknum en það var annar maður sem sér um að halda húsinu hans hreinu.

Hannes leikur með NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni og var starfsmaður félagsins, Patrick Pothuizen sem er eins konar liðsstjóri, kokhraustur í aðdraganda leiksins.

„Hann fullyrðir að Holland muni stúta okkur. Hann ætlar að þrífa allt húsið mitt ef Holland vinnur okkur ekki. Hann er það sigurviss,“ sagði Hannes Þór í samtali við Vísi í aðdraganda leiksins.

Og viti menn, kappinn stóð við stóru orðin því í dag birtir Hannes Þór mynd af hollenska félaga sínum með ryksuguna í hönd.

„Í dag stóð Patrick Pothuizen við loforð sitt og fór afar fagmannlega með ryksuguna. Hann hefur lært dýrmæta lexíu: Ekki vanmeta Ísland!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×