Brady magnaður í stórsigri Patriots | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 12:00 Tom Brady byrjar leiktíðina frábærlega. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24 NFL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24
NFL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sjá meira