250 g makkarónupasta
1 msk ólífuolía
150 g beikon, smátt skorið
300 g sveppir
1 rauð paprika
1 msk smátt söxuð steinselja
1 msk smátt saxað tímían
2 msk smjör
1 laukur, sneiddur
500 ml matreiðslurjómi
200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur)
100 g rifinn Parmesan ostur
100 g rifinn Cheddar ostur
1 msk smátt söxuð steinselja
salt og pipar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Sjóðið makkarónupasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hellið vatninu af og setjið pastað í eldfast mót.
- Hitið olíu á pönnu og steikið beikonið í nokkrar mínútur, bætið sveppum og papriku út á pönnu og steikið. Kryddið til með salti og pipar. Saxið niður ferskar kryddjurtir og dreifið yfir.
- Blandið beikonblöndunni saman við makkarónupastað.
- Hitið smjör á pönnu, sneiðið niður einn lauk og steikið upp úr smjörinu í nokkrar mínútur við vægan hita eða þar til laukurinn verður mjúkur í gegn.
- Hellið matreiðslurjómanum og grænmetissoðinu saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
- Rífið niður Parmesan ost og Cheddar, setjið út í sósuna og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum. Kryddið til með salti og pipar.
- Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman með skeið.
- Rífið niður nóg af osti t.d. Mozzarella og Cheddar og dreifið yfir formið.
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.